/customers/hervar.com/hervar.com/httpd.www/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php Um Okkur | Sauðárkróks-Hestar

Um Okkur

Hrossarækt Sveins Guðmundssonar hófst 1954 þegar hryssan Ragnars-Brúnka kemur fyrst fram á sjónarsviðið, en hún var í eigu Ragnars Pálssonar sem var mágur Sveins.

Þessi hryssa varð síðar stofnhryssa þessarar ræktunar og öll hross búsins geta rakið ættir sínar til hennar. Dóttir hennar Síða reyndist afburða ræktunargripur og út af þeim mæðgum er kominn ótrúlegur ættbogi gæðingshrossa.

Markmiðið hefur ætíð verið að rækta viljug, geðgóð og fjölhæf hross. Frá búinu hafa komið fjölda mörg úrvalshross og áhrifa þessarar ræktunar gætir mjög víða. Mörg sterkustu hrossaræktarbú Íslands í dag hafa sótt í þessa ræktunarlínu.

Að búinu standa í dag stofnandinn Sveinn Guðmundsson, hjónin Guðmundur Sveinsson og Auður Steingrímsdóttir ásamt börnum þeirra Sveini, Önnu Lóu og Svölu.

Auk þess að vera með starfsemi á Sauðárkróki eigum við jörðina Miklahól í Viðvíkursveit og erum með aðstöðu á jörðinni Utanverðunesi í Hegranesi.

Staðsetning

Fjölskyldan er búsett á Sauðárkróki, kaupstað í hinu fræga hrossaræktarhéraði Skagafirði. Á Sauðárkróki erum við með ágætt beitiland, og hesthús þar sem tamningar á hrossum búsins fara fram.

Jörðin Miklihóll í Viðvíkursveit er í okkar eigu, frábært beitiland og allar aðstæður góðar fyrir uppeldi hrossa.

Einnig höfum við haft á leigu til fjölda ára land frá Utanverðunesi í Hegranesi, grasgefið og skjólagott land.

Alla tíð hefur verið lögð áhersla á góða umgengni við landið, og að hrossin hafi það sem allra best.