/customers/hervar.com/hervar.com/httpd.www/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php Fréttir | Sauðárkróks-Hestar

Archive for the ‘Fréttir’ Category

Hryssur hjá stóðhestum

Laugardagur, október 13th, 2012

Nú þegar komið er fram í október hafa allar hryssur sem voru hjá stóðhestum skilað sér heim. Þessar hryssur sónuðust með fyli.

Hvíta-Sunna – Trymbill frá Stóra Ási

Hetja – Trymbill frá Stóra Ási

Urður – Hróður frá refsstöðum

Elding – Hróður frá Refsstöðum

Lyfting – Lord frá Vatnsleysu

Glóblesa - Blær frá Miðsitju

Kná – Sjóður frá Kirkjubæ

Spurning – Hvítserkur frá Sauárkróki

Kómeta kastaði í byrjun september rauðri hryssu undan Hróðri.

Meðfylgjandi eru myndir af þremur rauðum hryssum. Efst er Valdís undan Roða frá Garði og Gjöf, svo er Brenna undan Hrímni frá Ósi og Lyftingu. Neðst er Trú litla undan Kómetu og Hróðri.

(meira …)

Fyrsta afkvæmi Dagfara

Miðvikudagur, maí 9th, 2012

Tókum í dag myndir af fyrsta afkvæmi Dagfara. Þetta var leirljós stjörnott hryssa sem sem fæddist á Laufhóli hjá Eysteini og Dísu. Móðirin er 1v. hryssan Iðunn frá Brimnesi. (meira …)

Hvanneyri

Þriðjudagur, apríl 17th, 2012

Fórum að Hvanneyri þegar skeifukeppnin var haldin þar á sumardaginn fyrsta. Með fréttinni eru nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi og ekki skemmdi fyrir að Svala stóð sig með mikilli prýði og hlaut m.a. sjálfa skeifuna. (meira …)

Rjúpur

Mánudagur, apríl 16th, 2012

10 rjúpur eru búnar að halda sig við hesthúsið okkar frá því í fyrrahaust. Þetta eru skemmtilegir nágrannar og gaman að fylgjast með þeim. (meira …)

Á Miklahóli

Mánudagur, apríl 16th, 2012

Tókum nokkrar myndir um leið og við vorum að gefa ungviðinu á Miklahóli. Einnig fylgir mynd með sem tekin var sama dag af Guðmundi á Araba.

(meira …)